Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sr. Gísli Jónasson þjónar og Örn Magnússon er organisti. Fögnum sumrinu saman með söng og gleði í kirkjunni. Guðs góða sköpun verður í fyrirrúmi og tilvalið er að mæta í gulu eða með eitthvað gult með sér. Djúshressing, kaffi og te í safnaðarheimilinu í lokin.
Tómasarmessa kl. 20. Yfirskrift messunnar er: Áttu þér vin? Ragnar Gunnarsson prédikar og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Mikil áhersla er á fyrirbæn og lofgjörð í messunni. Þetta er síðasta Tómasarmessa vetrarins og eftir spennandi kosninganótt er fátt betra en að koma í kirkju og leggja allt í Guðs hendur. Hann mun vel fyrir öllu sjá. Kaffi og te í safnaðarheimilinu í lokin og hressandi spjall um mál dagsins. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Gleðilegt sumar!