Síðasta vetrardag verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni.
Kl. 12. hefst kyrrðarstund með íhugun, fyrirbæn og altarisgöngu. Léttur hádegisverður verður framborinn í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
Kl. 14 hefst dagskrá í kirkjunni sem Breiðholtskirkja og Félagsstarfið í Gerðubergi standa að. Kvennakórinn Senjóríturnar syngja undir stjórn Ågotu Joó. Nemendur úr Breiðholtsskóla lesa ljóð, leikskólabörn úr Bakkaborg syngja og börn úr TTT starfi kirkjunnar syngja tvö gospellög. Dagskránni lýkur á því að Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar og undirleiks Árna Ísleifssonar. Kynnir hátíðarinnar er sr. Gísli Jónasson. Í lokin er boðið upp á kaffi og kökur í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir.
Kl. 16 verður samvera kirkjukrakkanna þar sem farið verður í útileiki. Allir fá síðan góða hressingu í lokin.
Kl. 17:30 fjölmenna TTT krakkarnir og eiga góða stund í safnaðarheimilinu.