Sunnudagaskóli kl. 11.  Þórey djákni tekur vel á móti öllum og býður upp á skemmtilega samveru í safnaðarheimilinu.  Biblíusaga verður lesin, mikið sungið, fjársjóðskistan verður á sínum stað og síðan verður leikjafjör við hæfi allra krakka.

Messa kl. 11.  Sr. Gísli Jónasson þjónar, organisti er Örn Magnússon og félagar úr Hljómeyki syngja.  Messuhópur tekur virkan þátt, les ritningarlestra dagsins og bænir, aðstoðar við útdeilingu og sér um kaffið í safnaðarheimilinu að messu lokinni.