Uppgötvaðu kraftinn og kærleikann sem Guð hefur fyrir þig!  Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður verður haldið í safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld, 11. apríl kl. 20:00-21:30 og dagana 18. og 26. apríl.  Tilvalið tækifæri til þess að eflast í trúnni og öðlast djörfung til þess að tala við aðra um trú sína.  Námskeiðið hefur verið kennt um víða veröld og er nú haldið sem undirbúningur fyrir Hátíð vonar sem fram fer í Laugardagardalshöll í september.  Ekkert námskeiðskjald og ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.