Skírdagskvöld messa kl. 20. Sr. Gísli Jónasson þjónar, síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst. Getsemanestund í lok messunnar þar sem slökkt er á kertum og munir teknir af altarinu og 5 rauðar rósir settar í staðinn sem eiga að minna á sár Krists.
Föstudagurinn langi guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, píslarsagan lesin og íhuguð.
Páskadagsmorgunn hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Sr. Gísli Jónasson þjónar, páskakertið tendrað sem lýsir í kirkjunni sem vitnisburður um sigur lífsins. Kór kirkjunnar flytur tónverk Báru Grímsdóttur við upprisusálm Hallgríms Péturssonar: „Hjartað fagnar“. Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu, þar sem kirkjugestir eru hvattir til að taka með sér eitthvert meðlæti á sameiginlegt morgunverðarhlaðborð. Þessi samvera á páskadagsmorgni er ákaflega ánægjuleg og ómissandi þeim sem einu sinni hafa tekið þátt.
Annar páskadagur fermingarmessa kl. 13:30. Prestar kirkjunnar þjónar, fermd verða: Alexander Ingi Arnarsson, Díana Sif Gunnlaugsdóttir, Eldar Máni Gíslason, Heimir Steinn Vigfússon, Hinrik Darri Ellertsson, Janus Óli Elvarsson, Kjartan Fannberg Bjarnason, Nick Gísli Janssen, Patrekur Leó Róbertsson, Rebekka Eva Valsdóttir, Sara Ívarsdóttir, Sigurgeir Andri Ágústsson, Þórhildur Katrín Baldursdóttir og Þórir Snær Bjarnason.
Organisti í öllum messunum er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.
Gleðilega páska!