Á foreldramorgninum næst komandi föstudag verður kennd skyndihjálp er tekur mið af ungum börnum.  Guðrún hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni sér um kennsluna sem einnig verður verkleg þar sem notast verður við dúkku.  Frábært tækifæri fyrir foreldra ungra barna að læra rétt viðbrögð.  Námskeiðið er ókeypis og að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og létt meðlæti.  Foreldramorguninn hefst kl. 10 og stendur til kl. 12, umsjónin er í höndum Emilíu.  Allir eru hjartanlega velkomnir.