Hin árlega Skaftfellingamessa verður nk. sunnudag 17. mars kl. 14.  Sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjóna ásamt sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni sóknarprestir á Höfn í Hornafirði.  Sr. Gunnar Stígur Reynisson prestur Hafnarsóknar prédikar.  Skaftfellingakórinn í Reykjavík syngur, organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson og Kristín Jóhannesdóttir.  Kaffisala Skaftfellingafélagsins í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 í umsjá Þóreyjar Daggar Jónsdóttur djákna.  Fjársjóðskista, Biblíusaga og fjörugur söngur.  Mynd til að lita í lokin og spjall yfir kaffibolla eða djúsglasi.