Sunnudaginn 17. mars kl. 20 – hátíðartónleikar.

Frumflutt verður afmælisverkið „Rennur upp um nótt“ eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson tónskáld, við ljóð Ísaks Harðarsonar.  Verkið er samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 40 ára afmæli kórsins.  Auk kórsins taka þátt í flutningnum tveir einsöngvarar, þau Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Hafsteinn Þórólfsson baritón.  Hljóðfæraleik annast Guðný Einarsdóttir organisti, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari.  Auk þess er leikið á klukkuspil kirkjunnar í verkingu.  Tónleikunum líkur svo með flutningi á mótettu J.S. Bach „Jesú meine Freude“ sem er eitt af stórverkum tónbókmenntanna og af mörgum talið eitt fegursta verk tónskáldsins.  Stjórnandi á tónleikunum er Örn Magnússon.  Aðgangseyrir er kr. 3500.