Messa kl. 11, sr. Gísli Jónasson þjónar.  Örn Magnússon leikur á orgelið og Hljómeyki syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt, les bænir, ritningarlestra ofl.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11, Ólöf Margrét hefur umsjón með stundinni.  Biblíusaga í máli og myndum, fjársjóðskista og fjörug sunnudagaskólalög.  Mynd til að lita í lokin og djúshressing.