Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður haldinn hátíðlegur nk. sunnudag 3. mars.  Þá verður æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku fermingarbarna vorsins, barna úr TTT og kirkjukrökkunum.  Fermingarbörnin munu flytja bænir sem þau hafa skrifað í vetur, TTT sýna leikritið – Hendur Guðs, okkar hendur og kirkjukrakkarnir syngja hressilegt gospellag.  Einnig munu nokkrir nemendur Tónlistarskóla Sigursveins spila á hljóðfæri sín.  Umfjöllunarefni dagsins er bænin og bænheyrslan, Guð notar stundum okkar hendur þegar hann bænheyrir og blessar.  Umsjón með stundinni hafa sr. Bryndís Malla, Þórey Dögg djákni og Örn organisti.  Djúshressing, kaffi, te og kex í lokin.  Njótum æskulýðsdagsins og því sem börnin vilja leggja til helgihaldsins og fjölmennum í kirkju.