Miðvikudagurinn 27. febrúar:

Kyrrðarstund kl. 11, tónlist, hugleiðing og fyrirbæn.  Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu í lokin.

Samvera eldri borgara kl. 13:15, spil, handavinna og spjall yfir kaffibolla.  Leynigestur kemur í heimsókn!

Kirkjukrakkar á aldrinum 7 til 9 ára kl. 16, leyniverkefnið í fullum gangi, hvað verður gert í dag?

TTT fyrir hressa tíu til tólf ára krakka kl. 17:30, æfum leikrit fyrir æskulýðsdaginn, allir að mæta með sparibrosið!

Kirkjukórsæfing kl. 19:30, kórinn æfir af kappi fyrir afmælistónleikana 17. mars.