Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og Örn Magnússon organisti sjá um stundina.  Mikill söngur, Biblíusaga og falinn fjársjóður í kistu.  Allir kirkjukrakkar eru sérstaklega hvattir til þátttöku og tilvalið er að bjóða með sér gesti.  Kex og djús, te og kaffi að lokinni stundinni.

Tómasarmessa kl. 20.  Yfirskrift messunnar er: „Hann kallar á þig“.  Um tónlistina sér Þorvaldur Halldórsson ásamt sönghópi.  Fyrirbæn með smurningu eða handayfirlagningu fyrir þau sem þess óska, bænamiðar og bænaljós verða einnig til staðar.  Molasopi í lokin í safnaðarheimili kirkjunnar.  Verið velkomin!