Guðrún Birna Rósenkjær kemur í heimsókn í dag, öskudag, í starf eldri borgara kl. 13:30 og mun segja frá sögu þjóðbúningsins og venjum honum tengdum.  Það verður því þjóðleg stemmning í dag og tilvalið að taka með sér muni eða myndir af peysufötum eða upphlut.  Þórey djákni býður alla velkomna í dag.  Heitt verður á könnunni og meðlæti í þjóðlegum anda.

Kyrrðarstundin verður á sínum stað í dag kl. 12 og hefst með því að Örn organisti leikur á orgelið en um stundina sér dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.  Tekið er á móti fyrirbænum í síma 587 1500.