Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Þóreyjar Daggar Jónsdóttur djákna.  Biblíusaga og bænir fyrir alla.  Einnig verður öskudagsfjör þar sem allir mega mæta í búningum og endilega að taka með sér gesti.

Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon, Hljómeyki syngur.  Messuhópur eitt tekur virkan þátt og fermingarbörn eru hvött til þátttöku með foreldrum sínum.  Umfjöllunarefni messunnar er komandi fasta en langafasta hefst á öskudag.  Á fastan erindi til þín?   Molasopi að messu lokinni.  Verið hjartanlega velkomin.