Alla föstudaga milli kl. 10 og 12 er foreldramorgunn í safnaðarheimilinu. Mæður með ung börn eru sérstaklega velkomnar og reglulega yfir vetrarmánuðina er fræðsla sem snýr að umönnun ungbarna. Emilía G. Svavarsdóttir hefur umsjón með foreldramorgnunum og góð aðstaða er fyrir bæði kerrur og vagna við kirkjuna og einnig eru dýnur og barnastólar til staðar innan dyra.