Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Þóreyjar Daggar.  Örn organisti leiðir sönginn.  Fjársjóðskistan verður á staðnum og tilraun verður gerð til húsbyggingar innan dyra.  Öll börn sem verða 5 ára á árinu fá fallega bók að gjöf um Kötu og Óla.  Hressing í safnaðarheimilinu í lok stundarinnar.

Tómasarmessa kl. 20, fjölbreytt tónlist í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og hljómsveitar KSS.  Yfirskrift messunnar er spurningin Hvar er talentan þín?  Fyrirbænin skipar stóran sess í Tómasarmessunum og er boðið upp á bæn með smurningu og handayfirlagningu.  Einnig má skrifa nöfn á bænmiða eða kveikja á bænaljósi.  Tómasarmessan gefur tækifæri til þess að þreifa á nærveru Drottins og upplifa návist hans í bæn og blessun.   Kaffi, te og kleinur í safnaðarheimilinu í lokin.  Allir velkomnir.