Sunnudagaskóli kl. 11 – verið með í skemmtilegu starfi á nýju ári.  Þórey Dögg Jónsdóttir tekur vel á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri.  Mikill söngur, biblíusaga og bænir.  Mynd til að lita og djúshressing í lokin.

Messa kl. 11.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, organisti er Bjarni Jónatansson og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.  Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn vorsins eru minnt á að taka Kirkjulykilinn með sér.  Molasopi eftir messu í safnaðarheimilinu.