Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18, sr. Gísli Jónasson þjónar, organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.
Jóladagur: Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Kirkjukórinn syngur og Örn Magnússon leikur á orgelið.
Annar dagur jóla: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, prestar kirkjunnar þjóna ásamt Þóreyju Dögg djákna. Börn úr tíu til tólf ára starfinu og kirkjukrökkunum sýna helgileik. Organisti er Örn Magnússon.
Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.
Nýársdagur: Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14. Sr. Gísli Jónasson þjónar fyrir altari en prédikun flytur Þórey Dögg Jónsdóttir djákni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnar Magnússonar.
2. janúar: Kyrrðarstund kl. 12, íhugun, fyrirbæn, orð Guðs og máltíð Drottins. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu í lokin.
„“Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“