Miðvikudaginn 12. desember verður kyrrðarstund kl. 12.  Stundin hefst á því að organisti kirkjunnar leikur vel valin verk á orgelið og síðan er ritningarlestur, stutt hugleiðing, máltíð Drottins og fyrirbæn.  Prestar og djákni kirkjunnar taka á móti bænarefnum hvort sem er í síma 587 1500 eða fyrir stundina á morgun.

Kl. 13:30 hefst síðan aðventustund eldri borgara.  Rithöfundarnir Ingibjörg Reynisdóttir og Eyrún Ingadóttir koma í heimsókn og segja frá bókum sínum um Gísla á Uppsölum og Ljósmóðurina Þórdísi Símonardóttur.   Þóra Björk Sigurðardóttir mætir með gítarinn og syngur með og fyrir okkur jólalög.  Hátíðarkaffi og notalegt spjall í lokin.  Allir velkomnir.

Kl. 16 mæta kirkjukrakkarnir í sína samveru og halda litlu jólin í safnaðarheimilinu.  Gengið verður kringum jólatré og boðið upp á heitt súkkulaði, kökur og mandarínur. 

Kl. 17:30 koma hressir TTT krakkar og  leggja lokahönd á undirbúning helgileiksins sem sýndur verður í kirkjunni á annan dag jóla.  Litlu jólin verða einni haldin með söng og gleði, súkkulaði og kræsingum.