Sunnudagaskóli kl. 11. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni tekur vel á móti öllum og býður upp á notalega stund í safnaðarheimilinu. Frásögn jólanna verður í fyrirrúmi og sungin verða jólalög. Einnig verður hægt að skreyta piparkökur undir ljúfri tónlist. Njótum aðventunnar og eigum góða stund í kirkjunni á sunnudagsmorgni.
Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon. Gerðubergskórinn syngur og þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðubergi taka virkan þátt. Ingi Garðar Magnússon les upphafsbæn, Valgerður Hassing og Hreinn Eyjólfsson lesa ritningarlestra dagsins og ljósin á aðventukransinum tendrar Þorbjörg Kjartansdóttir ásamt dótturdóttur sinni Eyrúnu Hjálmarsdóttur. Fermingarstúlkurnar Birta og Sóley taka einnig virkan þátt í messunni ásamt messuhópi 4. Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið upp á kaffi, te, djús og kökur í safnaðarheimilinu og aldrei að vita nema Gerðubergskórinn taki þar nokkur vel valin jólalög.