Sunnudaginn 9. desember heldur kirkjukórinn upp á 40 ára afmæli kórsins sem var stofnaður í desmber árið 1972.  Stofnandi kórsins og stjórnandi hans til fjölda ára er Daníel Jónasson.  Í tilefni af afmælinu verða sérstakir afmælis- og jólatónleikar næst komandi sunnudag kl. 20.  Á efnisskrá er fjölbreytt jólatónlist sungin við íslenskan texta.  Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík leikur með kórnum, en hann mun einnig leika einleik á tónleikunum.  Einsöngvarar koma úr hópi kórfélaga.  Kórstjóri er Örn Magnússon en raddþjálfari er Marta Guðrún Halldórsdóttir.  Aðgangeyrir að tónleikunum er 1000 kr.  Fyrrum kórfélagar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta og minnast þessara tímamóta.