Sunnudaginn 25. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gísli Jónasson og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sjá um stundina. Bjarni Jónatansson leikur á orgel og píanó. Mikill söngur einkennir fjölskylduguðsþjónusturnar og leitin að fjársjóðskistunni tekur óvænta stefnu. Biblíusaga er sögð með myndum og í lokin er boðið upp á djúshressingu og kex í safnaðarheimilinu.
Tómasarmessa kl. 20 sunnudaginn 25. nóvember. Yfirskrift messunnar er: Hungur í alsnægtum. Skúli Svavarsson kristniboði flytur prédikun og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu fyrir þau sem þess óska. Komum til fundar við Drottinn og þiggjum það sem hann gefur í mætti og kærleika sínum.