Messa kl. 11 – barn borið til skírnar.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir.  Skúli Svavarsson kristniboði prédikar.  Tekið verður á móti frjálsum framlögum til Kristniboðssambandsins.  Örn Magnússon leikur á orgelið og félagar úr kór kirkjunnar syngja.  Messuhópur 3 tekur virkan þátt.  Að messu lokinni mun Skúli sýna nokkrar myndir frá starfi kristniboðanna og segja frá starfi þeirra og aðstæðum. 

Sunnudagaskóli kl. 11.  Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sér um stundina og kannar hvað fjársjóðskistan geymir að þessu sinni.  Einnig segir hún sögu úr Biblíunni og mikið verður sungið, öllum til gleði.  Djúshressing í lokin og mynd til að lita.