Sunnudagurinn 28. október:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Vináttan verður þar í fyrirrúmi og eru allir hvattir til þess að bjóða vinum með sér í kirkjuna. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna verður síðan Pálínuboð í safnaðarheimilinu þar sem þau sem vilja og geta leggja sitt af mörkum á sameiginlegt veisluborð. Gott er að koma t.d. með kex, kleinur, snúða eða kökur. Margt smátt gerir eitt stórt og vináttan blómstrar.
Tómasarmessa kl. 20. Þema messunnar er: Trú, tákn og stórmerki. Mikil áhersla er á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku allra í messunni. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin í kirkjuna og munið að bjóða með ykkur vini eða vinkonu!