Sunnudagaskóli kl. 11.  Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sér um stundina.  Fjársjóðskistan hennar er gömul, brún kista sem jafnan geymir einhvern óvæntan fjársjóð sem minnir á Biblíusögu dagsins.  Á sunnudaginn er ætlunin að framkvæma tilraun í sunnudagaskólanum – hver niðurstaðan verður vita aðeins þeir sem mæta og taka þátt. 

Messa kl. 11.  Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, organisti Örn Magnússon, Hljómeyki syngur.  Félagar úr Gideonfélaginu kynna sitt mikilvæga starf, segja frá félaginu og taka samskot til styrktar starfinu.  Gideonfélagið hefur um áratugaskeið gefið öllum tíu ára börnum Nýja testamentið og hefur félagið barist ötullega fyrir því að fá að koma þeirri gjöf sinni til allra barna.  Messuhópur eitt tekur einnig þátt í messunni.  Molasopi verður í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Verið hjartanlega velkomin!