Sunnudagurinn 30. september:  Hausthátíð kl. 11, lofgjörð í leik og gleði.  Hátíðin hefst með fjölskyldustund í kirkjunni og síðan verður boðið upp á leiki, þrautir, andlitsmálun, haustkórónur og grillaðar pylsur í safnaðarheimilinu.  Hollvinafélagið verður með haustbasar þar sem hægt verður að gera góð kaup og styrkja um leið starf félagsins.   Frá kl. 12:30 verður orgelandakt í kirkjunni í umsjón organista safnaðarins.  Fermingarbörn vetrarins taka virkan þátt í hátíðinni og aðstoða yngri börnin í leikjunum.  Hausthátíðin er tilvalið tækifæri til þess að gera sér glaðan dag í kirkjunni.

Fyrsta Tómasarmessa vetrarins verður sama dag kl. 20.  Yfirskrift messunnar er orð Jesú:  Fylg þú mér.  Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar.   Boðið verður upp á fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu.  Fjölbreytt tónlist og mikil lofgjörð.  Tekið verður á móti framlögum til Kristniboðssambandsins.  Verið velkomin!