Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna.  Söngur, sögur og fjársjóðskistan sem geymir falinn fjársjóð.  Djúshressing og mynd til að lita í lokin.

Messa kl. 11 sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar.  Organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur.  Messuþjónar taka virkan þátt í messunni.  Guðspjall dagsins er úr Lúkasarguðspjalli.  Jesús kennir í brjóst um ekkjuna frá Nain sem hafði misst einkason sinn og reisir son hennar upp frá dauðum.   Kaffi og te í safnaðarheimilinu að messu lokinni.