Fimmtudaginn 20. september hefst Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Starfs- og leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.  Um er að ræða 10 kvölda námskeið og stendur frá kl. 20-22 hvert fimmtudagskvöld til 22. nóvember.  Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um tilurð, efni og byggingu valdra texta úr Gamla- og Nýja testamentinu.  Um er að ræða þá ritningarlestra sem lesnir eru upp í guðsþjónustum á því tímabili sem námskeiðið stendur.  Umsjón og kennslu annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir.