Verið velkomin í kirkjukrakka kl. 16-17, gjaldfrjálst starf á miðvikudögum fyrir 6-9 ára börn.  Boðið er upp á fylgd frá Bakkaseli.  Í dag munu kirkjukrakkarnir gerast ljósmyndafyrirsætur – allir að brosa 🙂

TTT mun einnig setja upp sparibrosið kl. 17:30 en TTT er fyrir tíu til tólf ára börn alla miðvikudaga kl. 17:30-18:30.  Kostar ekkert að vera með, en allir fara ríkari heim!

Allar nánari upplýsingar gefur Þórey djákni í síma 6981206.