Fyrsti fundur Hollvinafélags kirkjunnar á þessum vetri verður í kvöld 11. september kl. 20:30. Á dagskrá fundarins verður vetrarstarfið, fjáröflun og fundartími. Í boði verða hollar veitingar á vægu verði. Formaður Hollvinafélagsins er Anna M. Axelsdóttir, aðrir í stjórn eru Emilía, Sigrún Unnur, Markús og Bjarni. Hollvinafélagið hefur það að markmiði að efla menningar- og félagsstarf innan safnaðarins og styrkja kirkjuna með ráðum og dáðum. Fundir félagsins eru öllum opnir.