Sunnudagurinn 9. september:
Sunnudagaskóli kl. 11, söngur, sögur, bænir og blessun í bland við kærleika og gleði. Umsjón sunnudagaskólans er í höndum Þóreyjar Daggar Jónsdóttur djákna. Messa kl. 11, sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Bryndísi Möllu Elídóttur. Organisti Örn Magnússon, félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Foreldrafundur verður strax að lokinni messu í safnaðarheimili kirkjunnar vegna fermingarfræðslu vetrarins og eru foreldrar og fermingarbörn hvött til þátttöku í messunni og á foreldrafundinum þar sem meðal annars verður hægt að skrá fermingardag barnsins.