Það verður líf og fjör í kirkjunni miðvikudaginn 5. september en þá hefst starf eldri borgara og barnastarfið sem er á virkum dögum.

Kl. 12 verður að vanda kyrrðarstund sem að þessu sinni verður í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar

Kl. 13:30 hefst samvera eldri borgara – Maður er manns gaman.  Þar verður dagskrá vetrarins kynnt og spjallað yfir kaffi og kökum.  Umsjón með samverunni hafa Þórey Dögg djákni og Valgerður Jónsdóttir.

Kl. 16:00 byrja kirkjukrakkarnir aftur eftir sumarleyfi.  Þeirra samverur verða vikulega í allan vetur og boðið er upp á fylgd frá Bakkaseli.  Umsjón starfsins er í höndum Þóreyjar Daggar og Odds Bjarna.

Kl. 17:30 hefst síðan TTT sem er starf fyrir tíu til tólf ára börn.  Þá verður dagskráin kynnt auk þess sem farið verður í leiki sem Þórey djákni stýrir.  Öll TTT börn eru hjartanlega velkomin og tilvalið að koma á fyrstu samveru og kynna sér málið.

Kl. 19:30 verður fyrsta kóræfing vetrarins undir stjórn Arnar Magnússonar organista.  Kórinn getur enn bætt við sig söngfólki og er áhugasömum bent á að hafa samband við Örn.  Framundan er metnaðarfull dagskrá kórsins bæði í helgihaldi kirkjunnar og á tónleikum.