Miðvikudaginn 25. apríl er lokafundur hjá TTT á þessum vetri. Þá skellum við okkur á kaffihús saman. Athugið breyttan fundartíma, mæting klukkan 15:30.
Kirkjukrakkar hittast að venju klukkan 16 á fimmtudag og eiga saman góða stund úti, grilla pylsur og fara í leiki. Þannig ætlum við að ljúka okkar góða vetrarstarfi saman.
Rúsinan í pylsuendanum er síðan fjölskylduguðsþjónustan næsta sunnudag (29. apríl) sem hefst klukkan 11. Hvaða fjársjóður leynist í kistunni að þessu sinni? Og hvaða orð úr Biblíunni opna kistuna þann daginn? Allir hjartanlega velkomnir.