Í dag, miðvikudag, kveðjum við veturinn saman hér í Breiðholtskirkju.  Hátíðin hefst klukkan 14 með skemmtidagskrá í kirkjunni og eftir hana er kaffisamsæti í safnaðarheimilinu.  Hátíðin er samstarfsverkefni Breiðholtskirkju, félagsmiðstöðvanna í Gerðubergi og Árskógum og er haldin á ári hverju.  Allir hjartanlega velkomnir.