Messa klukkan 11.   Félagar úr messuhópnum taka vel á móti öllum og sjá m.a. um ritningarlestra og aðstoða við útdeilingu.   Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar.   Organisti Örn Magnússon og kór kirkjunnar leiðir söng.

Sunnudagaskólinn hefst einnig klukkan 11.  Söngur og sögur fyrir krakka á öllum aldri.  Leitað verður að fjársjóðskistunni og auðvitað kíkjum við á þetta óvænta sem er í henni, þ.e.a.s. ef okkur tekst að opna hana.  Nína Björg djákni sér um stundina.