Skírdagskvöld 5. apríl:  Messa kl. 20, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt, Getsemanestund í lokin þar sem slökkt er á ljósum og munir bornir af altari kirkjunnar.

Föstudagurinn langi 6. apríl:  Guðsþjónusta kl. 11, flutt verður litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon, félagar úr kór kirkjunnar syngja.  Messuhópur les texta dagsins.

Páskadagur 8. apríl:  Hátíðarmessa kl. 8 árdegis.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna.   Organisti Örn Magnússon.  Í messunni mun kór kirkjunnar flytja páskasálm eftir sr. Hallgrím Pétursson, Hjartað fagnar, við tónverk Báru Grímsdóttur.  Tendrað verður á páskakertinu og messuhópur les ritningartexta og bænir.  Að messu lokinni verður morgunverður í safnaðarheimilinu þar sem allir eru hvattir til þess að taka eitthvað með sér til þess að leggja á sameiginlegt hlaðborð. 

Annar páskadagur 9. apríl:  Fermingarmessa kl. 13:30.  Prestar kirkjunnar þjóna, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór kirkjunnar syngur.  Fermd verða:  Alexander Heiðar Ólason, Aníta Ýr Ómarsdóttir, Daníel Orrason, Elvar Smári Clausen Einarsson, Eric Kristinsson, Hafdís Rós Heimisdóttir, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Kristófer Anton Stefánsson, Róbert Finnbogason, Selma Rún Friðjónsdóttir, Sif Guðnadóttir, Sævar Ingi Sigurðarson, Viktor Bjarki Ómarsson, Þorbjörg María Sumarliðadóttir og Þórunn Eir Pétursdóttir.