Kyrrðar- og bænastund verður í kirkjunni n.k. miðvikudag og hefst hún klukkan 12 með tónlist.  Í stundinni er hægt að koma fram með bænarefni, þiggja máltíð Drottins og hlýða á hugleiðingu út frá ritningartexta dagsins.  Eftir stundina er boðið uppá létta hádegishressingu í safnaðarheimilinu.

Klukkan 13:30 hefst samverustund hjá félagsskapnum Maður er manns gaman.  Stundirnar eru hluti af almennu safnaðarstarfi og eru því allir velkomnir á þær.  Við fáum fyrirlestur frá Þjóðminjasafninu sem Helga Einarsdóttir safnkennari mun flytja.  Erindi hennar ber heitið „Í þá gömlu góðu daga“, einnig gefst okkur tækifæri á að skoða gamla muni sem hún tekur með sér úr safninu.  Spjall og vöfflukaffi í lok stundarinnar.  Allir velkomnir.