Sunnudagurinn 25. mars: 

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 – látum ljós okkar skína!  Hressir krakkar úr TTT taka virkan þátt ásamt börnum úr Forskóla fermingarfræðslunnar sem starfað hefur í marsmánuði.  Skoðað verður í fjársjóðskistuna og fundinn þar dýrmætur fjársjóður.  Allir krakkar hvattir til þess að hafa með sér vasaljós! Örn organisti, Nína Björg djákni og Bryndís Malla prestur leiða stundina.   Pálínuboð í lokin þar sem allir leggja eitthvert meðlæti á sameiginlegt hlaðborð.     

Tómasarmessa kl. 20 – boðunardagur Maríu.  Fyrirbæn með handayfirlagningu, einnig verður boðið upp á smurningu sbr. Jak. 5:14.  Tónlistinni stjórnar Þorvaldur Halldórsson og sönghópur leiðir lofgjörðina.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.   Yfirskirft messunnar eru orð engilsins til Maríu:  Drottinn er með þér.