Bæna- og kyrrðarstund hefst klukkan 12.  Tónlist, fyrirbænir, hugleiðing og máltíð Drottins.  Í kyrrðarstundinni sameinast margir í bæn og styrkjast í trú, von og kærleika.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegismat í safnaðarheimili kirkjunnar.

Klukkn 13:30 hefst páskaeggja bingó í samverustund hjá Maður er manns gaman. Samverustundirnar, sem eru haldnra annan hvern miðvikudag, eru hluti af safnaðarstarfi kirkjunnar og eru allir hjartanlega velkomnir í stundirnar.

TTT hópurinn ætlar að labba í Salalaug og fá sér sundsprett.  Lagt verður af stað frá kirkjunni klukkan 15:45.

Kirkjukórinn æfir alla miðvikudaga klukkan 19:30 í kirkjunni.