Sunnudaginn 18. mars verður hin árlega Skaftfellingamessa kl. 14.  Prestar og kirkjukórar úr Vestur-Skaftafellssýslu koma í heimsókn og taka þátt í messunni ásamt Skaftfellingakórnum.   Sr. Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík prédikar og auk hans þjóna sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Gísli Jónasson og sr. Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri.  Organistar eru þau Brian Haroldsson, Friðrik Vignir Stefánsson, Kári Gestsson og Kristín Björnsdóttir.  Að messu lokinni verður Skaftfellingafélagið með kaffisölu í safnaðarheimilinu þar sem kórinn mun syngja nokkur létt og skemmtileg lög.  Skaftfellingamessan er tilvalið tækifæri til þess að hitta vini og sveitunga og njóta samverunnar í húsi Drottins.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 sunnudaginn 18. mars.  Umsjón hefur Steinunn Leifsdóttir.  Fjársjóðskistan, Biblíusögur og söngur við allra hæfi.  Djúshressing í lokin.