Góður hópur barna í 7. bekk tekur nú þátt í Forskóla fermingarfræðslunnar sem er undirbúningur fyrir fermingarfræðslu næsta vetrar.  Forskólinn er á laugardögum í marsmánuði frá kl. 10 til 13.  Biblíusögur eru í forgrunni fræðslunnar og ýmis verkefni unnin út frá þeim, t.d. leikrit, málverk, klippimyndir ofl.  Tvær samverur eru nú eftir í Forskólanum, laugardaginn 17. mars og laugardaginn 24. mars og því enn tækifæri til þess að bætast í hópinn.  Allar nánari upplýsingar í síma 587 1500.