Á miðvikudögum milli 16 og 17 hittist skemmtilegur hópur krakka á aldrinum 10 – 12 ára (TTT) hér í kirkjunni.  TTT fundirnir eru sambland af fjöri og fræðslu.  Vissir þú til dæmis að Jesús átti systkini?  Ef þú vilt vita hvað þau hétu þá er bara að mæta í TTT og vera með í frábærum félagsskap, við tökum alltaf vel á móti nýjum félögum.