Fyrsti sunnudagurinn í mars er helgaður börnum og unglingum í kirkjum landsins. Í Breiðholtskirkju verður æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 sem fermingarbörn vetrarins hafa undirbúið. Þau munu sjá um söng, upplestur og bænir í guðsþjónustunni og undirbúa hressinguna sem verður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Það er því von á skemmtilegri og uppbyggilegri stund í kirkjunni nk. sunnudag þar sem ungir sem aldnir lofa Guð í sameiningu. Sr. Bryndís Malla Elídóttir sér um stundina ásamt Erni Magnússyni organista.