Á morgun, miðvikudag, verður kyrrðarstund í kirkjunni klukkan 12. Tónlist, hugvekja og fyrirbænir. Eftir stundina er boðið uppá létta hádegishressingu í safnaðarheimilinu.
Klukkan 13:30 hefst samvera fyrir eldri borgara. Gestur dagsins verður María Eiríksdóttir, kennari, og mun hún flytja okkur erindi um Krist og vísindin. Spjall og kaffisopi í lok stundarinnar. Allir hjartanlega velkomnir.
TTT (tíu til tólf ára) starfið fellur niður á öskudag og vegna vetrarfría í skólum fellur einnig starf Kirkjukrakka niður á fimmtudeginum. Minni hins vegar á frábæra fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn.
Vitanlega eru öll börn í búningum velkomin að syngja fyrir okkur á öskudaginn og fá jafnvel að launum eitthvert gotterí!