Messa kl. 11.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn eru hvött til þátttöku.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 584, nr. 9, nr. 25 og nr. 343 og 366.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón djákna kirkjunnar Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur.  Söngur, sögur og fræðsla í bland við gleði og umhyggju.  Sunnudagaskólinn er fyrir börn á öllum aldri sem vilja eiga góða stund í kirkjunni á sunnudagsmorgnum.  Hressing í lokin fyrir börn og fullorðna.