Góður hópur kvenna og barna hittist í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12 á föstudagsmorgnum. Umsjón með foreldramorgnunum hefur Emilía G. Svavarsdóttir. Gestir koma reglulega með erindi, fræðslu eða kynningu er snýr sérstaklega að umönnun barna. Góð aðstaða er fyrir börnin í safnaðarheimilinu og gott aðgengi fyrir vagna eða kerrur. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Allar nánari upplýsingar má fá í síma 587 1500.