Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon félagar úr kór kirkjunnar syngja. Messuhópur tekur virkan þátt. Tekið verður á móti gjöfum til Biblíufélagsins sem er elsta starfandi félag landsins. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur. Fjársjóðsleit, fræðsla, söngur og gleði við allra hæfi. Djúshressing í lokin.
„Ég varð glaður þegar menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins.“ Sl. 122