TTT er starf fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Fundir eru alla miðvikudagan milli klukkan 16 – 17 . Á morgun, miðvikudag, ætlum við að skipta okkur í hópa og búa til stuttmyndir, SPENNÓ. Allir krakkar á aldrinum 10 – 12 ára eru velkomnir.
Maður er manns gaman er félagsskapur fyrir fólk 60+. Samverur eru annan hvern miðvikudag og næsta samvera er einmitt á morgun. Þá ætlum við að eiga notalegt spjall, hlusta á Hrein Eyjólfsson spila á nikkuna, grípa í handavinnu og spil. Samverunni lýkur með rjúkandi kaffibolla og kannski kleinu 😉 Allir hjartanlega velkomnir.
Bæna- og kyrrðarstund er alla miðvikudaga í kirkjunni og hefst hún klukkan 12. Stund þar sem friður og ró ríkir og gott næði til að tala við Guð. Hafir þú einhver bænaefni getur þú borið þau fram í stundinni eða haft samband í kirkjuna í síma 587 1500. Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.