Messa kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn er hvött til þátttöku.   Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Fella- og Hólakirkju og tekur þátt í kirkjukrakkahátíð þar kl. 11.  Sunnudagaskólinn verður því ekki í Breiðholtskirkju næsta sunnudag en tilvalið er að fara í aðra kirkju og hitta sunnudagaskólabörnin í Fella- og Hólakirkju.