Sunnudaginn 29. janúar, klukkan 11:00, höldum við Kirkjukrakkahátíð hér í kirkjunni.  Sannkölluð fjölskyldustund.  Krakkar á aldrinum 6 – 9 ára sem hittast alla fimmtudaga í kirkjunni kallast Kirkjukrakkar og þeir eru búnir að vera að undirbúa hátíðina.  Börnin sýna helgileik og syngja.  Eftir stundina í kirkjunni höldum við svokallað Pálínuboð en þá mæta allir sem geta með eitthvert góðgæti á veisluborðið (t.d. niðurskorna ávexti, kexpakka, snakk….) og úr verður hið glæsilegasta veisluborð.  Sérstakir heiðursgestir eru öll börn sem fagna fimm ára afmæli á þessu ári.
Það er gaman að segja frá því að vinir okkar úr Fella- og Hólakirkju eru boðnir á hátíðina og hér með er þér einnig boðið!   Vertu hjartanlega velkomin/nn.

Klukkan 20:00 þennan sunnudag er Tómasarmessa í kirkjunni.  Þema kvöldsins er „Hvílíkur maður er þetta?“.  Það er sr. Ólafur Jóhannsson sem predikar.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og leiðir söfnuðinn í lofgjörð til frelsarans.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.